Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jordan Henderson fær MBE orðuna
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson leikmaður Liverpool og enska landsliðsins fékk í dag MBE orðu breska heimsveldisins. Hana fær hann fyrir sinn þátt í að styrkja heilbrigðiskerfið í Bretlandi fjárhagslega.

Henderson er talsmaður 'NHS charities together' sem eru samtök sem styðja við starfsfólk, sjúklinga og sjálfboðaliða 240 NHS góðgerðasamtaka í Bretlandi.

Fyrr á þessu ári studdi Henderson herferðina ‘People Not Profiles’ sem Cybersmile var með gegn neteinelti með því að leyfa þeim að taka yfir samfélagsmiðlana sína til að vekja athygli á orsökum neteineltis.

Henderson var mjög stoltur af þessum heiðri. Segir að hann hafi verið hluti af frábæru verkefni frekar en að hann sé ástæða þess. Allir fyrirliðar liðanna í deildinni eigi jafn stóran þátt í þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner