lau 12. júní 2021 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simon Kjær á ekkert skilið nema virðingu - Þvílík hetja
Simon Kjær hughreystir hér eiginkonu Christian Eriksen.
Simon Kjær hughreystir hér eiginkonu Christian Eriksen.
Mynd: EPA
Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, sýndi mikla hetjudáð þegar liðsfélagi hans, Christian Eriksen, hneig niður í leik liðsins gegn Finnlandi á Evrópumótinu.

Undir lok fyrri hálfleiksins hneig Eriksen til jarðar.

Anthony Taylor, dómari leiksins, var fljótur að stöðva leikinn. Kjær var gríðarlega snöggur að mæta á vettvang og sá hann til þess að Eriksen myndi ekki gleypa tungu sína.

Kjær sá einnig til þess að koma Eriksen í rétta stöðu svo að sjúkrastarfsmenn á vellinum gætu veitt honum hjálp.

Kjær hughreysti svo eiginkonu Eriksen þegar hún kom inn á völlinn.

Sem betur fer er Eriksen á lífi og er líðan hans stöðug. Viðbrögð Kjær, leikmanna danska landsliðsins og sjúkrastarfsmanna spiluðu að öllum líkindum stórt hlutverk.

Sjá einnig:
Bjuggu til mennskan skjöld fyrir Eriksen




Athugasemdir
banner
banner
banner