Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mið 12. júní 2024 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Gennaro Gattuso nýr þjálfari Hajduk Split (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Króatíska stórveldið Hajduk Split er búið að ráða ítalska þjálfarann Gennaro Ivan Gattuso sem aðalþjálfara hjá sér.

Gattuso er 46 ára gamall og með gríðarlega mikla reynslu úr fótboltaheiminum eftir glæsilegan feril sem atvinnumaður og mikla reynslu sem þjálfari.

Gattuso hefur á síðustu árum stýrt AC Milan, Napoli, Fiorentina, Valencia og Marseille og tekur núna við nýrri áskorun.

Hann gerir tveggja ára samning við Hajduk og fær verðugt verkefni að koma liðinu aftur á topp deildarinnar eftir mikil vonbrigði á nýliðinni leiktíð. Þar endaði Hajduk í þriðja sæti króatísku deildarinnar, 14 stigum eftir toppliði Dinamo Zagreb.

Hajduk mun því spila í forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta haust og berjast um að koma sér uppfyrir HNK Rijeka og Dinamo Zagreb í króatísku toppbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner