mið 12. ágúst 2020 15:39
Magnús Már Einarsson
Fótboltinn snýr aftur á föstudaginn (Staðfest)
Æfingar og leikir með snertingum heimilaðar
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirunnar en hún tekur gildi föstudaginn 14. ágúst.

„Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum," segir í auglýsingunni.

KSÍ hafði áður staðfest að stefnt væri á að hefja leik á Íslandsmótinu að nýju á föstudag og nú er ljóst að það verður hægt.

Fótboltinn fer því á fulla ferð á næstu dögum en strax á föstudag verður fjöldi leikja og síðan áfram um helgina.

Nálægðartakmörkun í íþróttum
Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.
Athugasemdir
banner
banner