Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. ágúst 2020 13:35
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn og þjálfarar eiga að forðast fjölmenna staði
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakana.
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða eiga að sýna skynsemi í daglegu lífi núna þegar stefnt er á að íslenski fótboltinn fari aftur af stað á föstudag.

Þetta kom fram á fundi KSÍ með félögunum í dag en þar var brýnt fyrir aðilum í fótboltanum að virða tveggja metra nálægðarviðmið.

Talað var um að þessir aðilar þyrftu að forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði, bíó og skemmtistaði.

Þá þurfa aðilar að kynna sér vel reglur um heimkomusmitgát og sóttkví í heimahúsi.

Sjá einnig:
Íslenski boltinn fer aftur af stað án áhorfenda

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Fylkis og forseti leikmannasamtaka Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið að kröfurnar á leikmenn séu ósanngjarnar.

„Að ætlast til þess að skikka leikmenn, sem flestir eru að gera þetta í bland við vinnu eða skóla, til þess að haga sér eins og atvinnumenn í þessu umhverfi – mér finnst það ósanngjörn krafa og ég sé það ekki gerast," segir Arnar Sveinn.

„Þá verður áhugavert að heyra hvað leikmenn eiga að gera milli æfinga og leikja. Það er helvíti djarft að ætlast til að leikmenn hitti enga milli æfinga og leikja. Þetta verður áhugavert eins og tímarnir sem við lifum á."

Sjá einnig:
Óheimilt að snertast í fagnaðarlátum

Ekki er vitað hversu lengi reglur verða svona strangar en um leið og sóttvarnaryfirvöld gefa leyfi á slökun mun KSÍ aðlaga sig að því.
Athugasemdir
banner