Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. ágúst 2020 13:23
Elvar Geir Magnússon
Óheimilt að snertast í fagnaðarlátum - Liðsmyndir bannaðar
Bannað er að fagna með snertingu.
Bannað er að fagna með snertingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fram hefur komið er áætlað að íslenski boltinn fari aftur af stað á föstudaginn. Í dag fundaði KSÍ með forráðamönnum félaga í Pepsi Max- og Lengjudeildinni.

Þar var farið yfir þær kröfur sem félögin þurfa að uppfylla við framkvæmd leikja. Áhorfendur verða ekki leyfðir og þá verður 2 metra reglan í gildi í öllum tilfellum nema í leiknum sjálfum.

Leikmenn mega ekki heilsast og þá var sérstaklega tekið fram á fundinum að bannað verður að snertast þegar mörkum er fagnað. Lukkukrakkar og liðsmyndir eru einnig á bannlista.

Boltasækjarar á leikjum verða fjórir og þeir verða að vera 16 ára eða eldri. Boltar eru sótthreinsaðir og verða staðsettir rétt fyrir utan leikflötinn og sækja leikmenn þá sjálfir.

Sjá einnig:
Íslenski boltinn fer aftur af stað án áhorfenda

Ekki er vitað hversu lengi reglur verða svona strangar en um leið og sóttvarnaryfirvöld gefa leyfi á slökun mun KSÍ aðlaga sig að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner