PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fim 12. ágúst 2021 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar spá í leik Breiðabliks við Aberdeen
Tekst Blikum að fara áfram?
Tekst Blikum að fara áfram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson var á skotskónum í fyrri leiknum.
Árni Vilhjálmsson var á skotskónum í fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fer með sína menn út til Skotlands til að vinna leikinn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fer með sína menn út til Skotlands til að vinna leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þarf að vinna leikinn í kvöld með að minnsta kosti einu marki.
Breiðablik þarf að vinna leikinn í kvöld með að minnsta kosti einu marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik á risastóran leik gegn skoska félaginu Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn, sem fer fram í Skotlandi, hefst klukan 18:45 að íslenskum tíma.

Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-3 og þarf sigur í kvöld til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti.net fékk góða álitsgjafa til að spá í leik kvöldsins.

Brynjólfur Willumsson, Kristiansund
Þetta verður hörku leikur og ekkert grín að mæta á þennan útivöll, en ég held að Óskar og Dóri séu með þá á 'lock'. Ég vona það fyrir mína menn að þeir haldi áfram frá því í fyrri leiknum og yfirspili þetta lið og úrslitin detti með þeim. Eðlan (Davíð Ingvarsson) verður í lykilhlutverki; leggur upp og mun eiga rosalegan leik. Blikarnir hafa litið svo vel út, ekki bara í Evrópukeppninni - heldur líka í deildinni heima þar sem þeir hafa verið að spila geggjaðan bolta. Það má samt ekki gleyma því að þetta er alvöru lið og leikmenn í Aberdeen, liðinu sem þeir eru að mæta, og þetta verður alls ekki auðvelt! Aberdeen 0 - 2 Breiðablik.

Harley Willard, Víkingur Ó.
Breiðablik mun koma á óvart í kvöld á þéttsetnum Pittodrie-vellinum. Breiðablik vinnur 2-1 í venjulegum leiktíma með mörkum frá Alexander Helga og Árna Vilhjálmssyni. Breiðablik vinnur svo í vítaspyrnukeppni og þaggar niður í áhorfendum.

Nik Chamberlain, Þróttur R.
Breiðablik mun byrja af miklum krafti og skorar snemma. Minn maður, Árni Vill, potar boltanum yfir línuna. Það verður erfitt fyrir Breiðablik að vinna með tveggja marka mun og það verður of mikið í þetta skiptið. Reynsla Aberdeen og leiðtogahæfni Scott Brown gerir gæfumuninn. Aberdeen gefur í undir lok fyrri hálfleiks og vinnur að lokum 2-1. Breiðablik fara í 'all out attack' eins og gert er í Football Manager en það dugar ekki. Oliver fær gult fyrir að negla Scott Brown niður og allir munu elska það.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net
Breiðablik sýndi frábæra frammistöðu í fyrri leiknum fyrir utan að gefa ódýr mörk. Þeir sýndu mikinn karakter að koma til baka og spilamennska liðsins var á stórum hluta leiksins mjög góð. Skotarnir eru líkamlega sterkir, fljótir og klárlega sterkir í loftinu. Í viðtölum eftir fyrri leikinn þar sem Óskar talaði, beint eða óbeint, til leikmanna og stuðningsmanna þá er það klárt mál að hann ætlar liðinu stóra hluti í dag. Hann er kominn með liðið sitt til Skotlands til þess að vinna, komast áfram og næla sér í meiri Evrópupeninga. Til þess að Breiðablik nái að sigra þá verði allir að vera á sínum besta degi, stýra leiknum og vinna á þeim styrkleikum sem liðið náði fram gegn Aberdeen í Reykjavík. Klárt mál að pressan í kvöld er á heimamönnum fyrir framan um 15,000 manna stuðningsmannahóp. Það er kannski óskhyggja, en Breiðablik vinnur 3-1.

Sigurður Gísli Snorrason, Þróttur Vogum og Mike Show
Blikarnir komast yfir snemma leiks og verða 0-1 yfir í hálfleik. Svo skora Blikarnir og komast í 0-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aberdeen minnkar muninn á 75. minútu en tveimur mínútum síðar fær Scott Brown sitt seinna gula spjald og það mun gera þetta þægilegra fyrir Blikana, sem munu klára leikinn 1-3 á 85. mínútu. Viktor Karl og Damir munu svo syngja “þurfti að gera eitt fyrir klúbbinn” og skellihlægja!

Sigurður Heiðar Höskuldsson, Leiknir R.
Ég hef það mikla trú á þessu Breiðabliks-projecti og er það bjartsýnn maður að eðlisfari að ég er alltaf að fara að spá Blikunum áfram. Óskar hefur líklega náð að kynda vel í Aberdeen með þessu viðtali eftir fyrri leikinn og það mun setja þá aðeins úr jafnvægi; 1-3 lokatölur. Árni Vill með tvö, Aberdeen minnkar í 1-2 og dæla nokkrum háum inn á teig í kjölfarið. Gísli Eyjólfs skorar hins vegar sigurmarkið úr skyndisókn í lokin.

Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Þetta er mjög mikilvægur leikur og miklar fjárhæðir undir fyrir Breiðablik og líka bara mikilvægur leikur fyrir íslenska boltann í heild sinni. Ég held svona að fleiri haldi með Blikum frekar en Aberdeen. Ég held að Aberdeen eigi eftir að liggja mikið til baka og reyna að verja forskotið sem þeir hafa en Blikar þurfa að vera þolinmóðir og passa að lenda ekki undir því þá verður þetta brekka. Ef Blikarnir ná að halda Skotunum í núllinu þá þarf bara eitt gott móment og einvígið er jafnt. Blikarnir að vera þolinmóðir í sínum leik í kvöld og bíða eftir opnun. Ég spái 2-1 sigri Breiðabliks í venjulegum leiktíma. Blikarnir vinna svo að lokum 3-1 og fara áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner