Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
City gæti boðið í Rodrygo - Tottenham þreifar á Eze
Powerade
Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Mynd: EPA
Trippier til Mónakó?
Trippier til Mónakó?
Mynd: EPA
Grealish er að fara til Everton.
Grealish er að fara til Everton.
Mynd: EPA
Það eru fundarhöld um allar Bretlandseyjar enda félögin á lokasprettinum að reyna að finna styrkingar fyrir tímabilið. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.

Manchester City er að íhuga að sækja brasilíska framherjann Rodrygo (24) frá Real Madrid, sem er metinn á 87 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Nottingham Forest er nálægt því að semja við Manchester City um kaupin á enska miðjumanninum James McAtee (22). (Athletic)

Tottenham skoðar möguleika á því að fá sóknarleikmanninn Eberechi Eze (27) frá Crystal Palace en Arsenal hefur einnig sýnt áhuga á honum. (BBC)

Chelsea og RB Leipzig hafa rætt um franska framherjann Christopher Nkunku (27) í viðræðum um möguleg skipti fyrir hollenska sóknarmanninn Xavi Simons (22) sem bláliðar reyna að krækja í. (Talksport)

Mónakó hefur áhuga á því að fá Kieran Trippier (34), varnarmann Newcastle og fyrrum leikmann enska landsliðsins, í sínar raðir. (Sky Sports)

West Ham er að undirbúa tilboð í portúgalska miðjumanninn Mateus Fernandes (21) hjá Southampton, sem er metinn á 30 milljónir punda. (Guardian)

Sænski framherjinn Alexander Isak (25) mun aðeins íhuga að vera áfram hjá Newcastle eða framlengja samning sinn ef Liverpool staðfestir að ekki sé möguleiki á að klára samkomulag við hann í sumar. (Givemesport)

Inter, Roma, Juventus og Napoli hafa bæst í hóp áhugasamra félaga um danska framherjann Rasmus Höjlund (22). Manchester United er opið fyrir tilboðum á bilinu 30–40 milljónir punda fyrir hann. (The i)

Enski landsliðsmiðjumaðurinn Jack Grealish (29) fer á lán frá Manchester City til Everton, með þartilgert ákvæði um kaup fyrir 50 milljónir punda næsta sumar. Samkomulag náðist í gær. (Athletic)

Chelsea hefur lagt fram 43 milljóna punda tilboð í franska miðvörðinn Ibrahima Konate (26) hjá Liverpool. (Defensa Central)

Brentford og Newcastle ræða við Rennes um franska framherjann Arnaud Kalimuendo (23). Brentford virðist vera skrefi framar í viðræðum. (L’Équipe)

Newcastle hefur einnig sýnt áhuga á marokkóska sóknartengiliðnum Bilal El Khannouss (21) hjá Leicester City, en þarf að keppa við Leeds um hann. (Telegraph)

Everton hefur áhuga á að fá gíneska vængmanninn Abdul Fatawu (21) frá Leicester City eftir að hafa fengið hafnanir frá Southampton við tilboðum í Tyler Dibling (19). (Sky Sports)

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin (28) hefur sagt upp umboðsmanni sínum á meðan hann leitar sér að nýju félagi. Hann hefur rætt við Manchester United, Newcastle og Leeds. (Talksport)

Wolfsburg hefur áhuga á því að fá Trai Hume (23), norður-írskan bakvörð Sunderland. (Sky Sports)

Chelsea íhugar að fá ekvadorska varnarmanninn Piero Hincapie (23) frá Bayer Leverkusen, í kjölfar alvarlegra hnémeiðsla Levi Colwill (22). (Caughtoffside)

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (34) vill áfram vera hjá Manchester City fram yfir loka sumargluggans, þrátt fyrir áhuga frá Galatasaray. (Football Insider)
Athugasemdir
banner