Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   þri 12. ágúst 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
City gæti boðið í Rodrygo - Tottenham þreifar á Eze
Powerade
Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Mynd: EPA
Trippier til Mónakó?
Trippier til Mónakó?
Mynd: EPA
Grealish er að fara til Everton.
Grealish er að fara til Everton.
Mynd: EPA
Það eru fundarhöld um allar Bretlandseyjar enda félögin á lokasprettinum að reyna að finna styrkingar fyrir tímabilið. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.

Manchester City er að íhuga að sækja brasilíska framherjann Rodrygo (24) frá Real Madrid, sem er metinn á 87 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Nottingham Forest er nálægt því að semja við Manchester City um kaupin á enska miðjumanninum James McAtee (22). (Athletic)

Tottenham skoðar möguleika á því að fá sóknarleikmanninn Eberechi Eze (27) frá Crystal Palace en Arsenal hefur einnig sýnt áhuga á honum. (BBC)

Chelsea og RB Leipzig hafa rætt um franska framherjann Christopher Nkunku (27) í viðræðum um möguleg skipti fyrir hollenska sóknarmanninn Xavi Simons (22) sem bláliðar reyna að krækja í. (Talksport)

Mónakó hefur áhuga á því að fá Kieran Trippier (34), varnarmann Newcastle og fyrrum leikmann enska landsliðsins, í sínar raðir. (Sky Sports)

West Ham er að undirbúa tilboð í portúgalska miðjumanninn Mateus Fernandes (21) hjá Southampton, sem er metinn á 30 milljónir punda. (Guardian)

Sænski framherjinn Alexander Isak (25) mun aðeins íhuga að vera áfram hjá Newcastle eða framlengja samning sinn ef Liverpool staðfestir að ekki sé möguleiki á að klára samkomulag við hann í sumar. (Givemesport)

Inter, Roma, Juventus og Napoli hafa bæst í hóp áhugasamra félaga um danska framherjann Rasmus Höjlund (22). Manchester United er opið fyrir tilboðum á bilinu 30–40 milljónir punda fyrir hann. (The i)

Enski landsliðsmiðjumaðurinn Jack Grealish (29) fer á lán frá Manchester City til Everton, með þartilgert ákvæði um kaup fyrir 50 milljónir punda næsta sumar. Samkomulag náðist í gær. (Athletic)

Chelsea hefur lagt fram 43 milljóna punda tilboð í franska miðvörðinn Ibrahima Konate (26) hjá Liverpool. (Defensa Central)

Brentford og Newcastle ræða við Rennes um franska framherjann Arnaud Kalimuendo (23). Brentford virðist vera skrefi framar í viðræðum. (L’Équipe)

Newcastle hefur einnig sýnt áhuga á marokkóska sóknartengiliðnum Bilal El Khannouss (21) hjá Leicester City, en þarf að keppa við Leeds um hann. (Telegraph)

Everton hefur áhuga á að fá gíneska vængmanninn Abdul Fatawu (21) frá Leicester City eftir að hafa fengið hafnanir frá Southampton við tilboðum í Tyler Dibling (19). (Sky Sports)

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin (28) hefur sagt upp umboðsmanni sínum á meðan hann leitar sér að nýju félagi. Hann hefur rætt við Manchester United, Newcastle og Leeds. (Talksport)

Wolfsburg hefur áhuga á því að fá Trai Hume (23), norður-írskan bakvörð Sunderland. (Sky Sports)

Chelsea íhugar að fá ekvadorska varnarmanninn Piero Hincapie (23) frá Bayer Leverkusen, í kjölfar alvarlegra hnémeiðsla Levi Colwill (22). (Caughtoffside)

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (34) vill áfram vera hjá Manchester City fram yfir loka sumargluggans, þrátt fyrir áhuga frá Galatasaray. (Football Insider)
Athugasemdir