Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   þri 12. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Íslendingar í deildabikarnum
Mynd: Preston North End FC
Fyrsta umferð enska deildabikarsins hefst í kvöld og mæta ýmis sterk lið úr Championship deildinni til leiks.

Middlesbrough, Blackburn Rovers og Ipswich Town eru meðal keppenda í dag og verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í liði Preston North End heimsækja Barrow sem leikur tveimur deildum neðar, á meðan Benóný Breki Andrésson verður líklega ekki með í leikmannahópi Stockport County vegna meiðsla.

Þá er Guðlaugur Victor Pálsson klár í slaginn með Plymouth sem fær QPR í heimsókn. Grimsby Town tekur á móti Shrewsbury Town en Jason Daði Svanþórsson hefur verið fjarri góðu gamni síðustu vikur eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Wrexham, Norwich og Stoke City eru einnig meðal þeirra ótal félaga sem eiga leiki í deildabikarnum í kvöld.

Leikir kvöldsins
18:00 Swansea - Crawley Town
18:30 Barrow - Preston NE
18:30 Middlesbrough - Doncaster Rovers
18:30 Newport - Millwall
18:30 Stockport - Crewe
18:45 Accrington Stanley - Peterboro
18:45 Blackburn - Bradford
18:45 Blackpool - Port Vale
18:45 Bristol City - MK Dons
18:45 Bristol R. - Cambridge United
18:45 Cardiff City - Swindon Town
18:45 Charlton Athletic - Stevenage
18:45 Chesterfield - Mansfield Town
18:45 Coventry - Luton
18:45 Gillingham - Wimbledon
18:45 Grimsby - Shrewsbury
18:45 Harrogate Town - Lincoln City
18:45 Leyton Orient - Wycombe
18:45 Northampton - Southampton
18:45 Oxford United - Colchester
18:45 Plymouth - QPR
18:45 Portsmouth - Reading
18:45 Salford City - Rotherham
18:45 Stoke City - Walsall
18:45 Tranmere Rovers - Burton
18:45 Watford - Norwich
18:45 West Brom - Derby County
18:45 Wigan - Notts County
18:45 Wrexham - Hull City
19:00 Bromley - Ipswich Town
Athugasemdir
banner