Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, fer sjálfkrafa í eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 3-2 sigrinum gegn ÍA í gær. Umræða var um hvort bannið yrði þyngt en svo var ekki.
Mönnum var heitt í hamsi í boðvöngunum. Heimir og Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fóru 'haus í haus' og fengu báðir reisupassann. Báðir fara sjálfkrafa í eins leiks bann.
Mönnum var heitt í hamsi í boðvöngunum. Heimir og Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fóru 'haus í haus' og fengu báðir reisupassann. Báðir fara sjálfkrafa í eins leiks bann.
Heimir verður því ekki á hliðarlínunni þegar FH heimsækir Breiðablik á sunnudag og mun aðstoðarmaður hans, Kjartan Henry Finnbogason, stýra liðinu frá boðvangnum.
Afturelding án tveggja lykilmanna í sóknarleiknum
Kantmennirnir Elmar Kári Enesson Cogic og Hrannar Snær Magnússon verða báðir í banni þegar Afturelding fær KA í heimsókn í gríðarlega mikilvægum leik í neðri hlutanum. Einnig verður Bjartur Bjarmi Barkarson í banni hjá Eldingunni an allir þrír hafa safnað fjórum gulum spjöldum.
Jón Gísli Eyland Gíslason og Viktor Jónsson hjá ÍA hafa einnig safnað fjórum gulum spjöldum og taka út bann gegn Víkingi. Þá verður Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður ÍBV, í banni gegn Val.
Fjórir í banni hjá Stjörnunni gegn Vestra
Stjarnan verður án fjögurra leikmanna vegna leikbanna þegar liðið mætir Vestra á sunnudag; Þorri Mar Þórisson fékk rautt spjald í síðustu umferð, Örvar Eggertsson er kominn með sjö gul og þeir Benedikt V. Warén og Guðmundur Baldvin Nökkvason eru með fjögur gul hvor.
Kennie Chopart, lykilmaður Fram, verður í banni á mánudaginn þegar KR kemur í heimsókn á Lambhagavöllinn.
sunnudagur 17. ágúst
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
17:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)
18:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
mánudagur 18. ágúst
19:15 Fram-KR (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir