Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen að ganga frá kaupum á Loïc Badé
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen leiðir kappið um franska miðvörðinn Loïc Badé sem hefur meðal annars verið orðaður við Sunderland, Bournemouth og Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni.

Badé er 25 ára og er mikilvægur hlekkur í varnarlínunni hjá Sevilla í spænska boltanum. Hann á einn A-landsleik að baki fyrir Frakkland á þessu ári eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur með U23 landsliðinu á Ólympíuleikunum í fyrra.

Badé er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi við Leverkusen sem er að ganga frá viðræðum við Sevilla um kaupverð. Talið er að þýska félagið greiði um 30 milljónir evra til að kaupa varnarmanninn.

Erik ten Hag hefur miklar mætur á Badé og verður hann níundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Leverkusen í sumar.
Athugasemdir
banner