Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skoraði tvö og lagði upp eitt í öruggum sigri Real Madrid
Kylian Mbappe skoraði tvö og lagði upp eitt
Kylian Mbappe skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: EPA
Spænska stórliðið Real Madrid vann öruggan 4-0 sigur á Tirol frá Austurríki í æfingaleik í Innsbruck í kvöld.

Brasilíski miðvörðurinn Eder Militao og franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe skoruðu með tveggja mínútna millibili í byrjun leiksins, en það liðu tæpar fimmtíu mínútur fram að næsta marki.

Mbappe skoraði það og þá lagði hann upp fjórða og síðasta markið fyrir varamanninn Rodrygo.

Brasilíumaðurinn mögulega að skora sitt síðasta mark fyrir Madrídinga, en Manchester City er á höttunum eftir honum og gæti vel farið svo að hann gangi í raðir félagsins ef Savinho fer til Tottenham í glugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner