Það fara tíu úrslitaleikir fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag og í kvöld þar sem sigurvegararnir öðlast þátttökurétt í deildarkeppninni.
Íslendingalið Malmö heimsækir Kaupmannahöfn í dag eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Svíþjóð. Þar gætu Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen komið við sögu. Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FCK en er ekki í byrjunarliðsáformunum hjá Jacob Neestrup þjálfara.
Gísli Gottskálk Þórðarson og félagar í Lech Poznan eiga þá gríðarlega erfiðan útileik gegn Rauðu stjörnunni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli.
Lærisveinar José Mourinho í liði Fenerbahce taka á móti Feyenoord eftir naumt tap í fyrri leiknum í Hollandi á meðan Rangers heimsækir Viktoria Plzen til Tékklands. Rangers er í draumastöðu þar eftir 3-0 sigur á heimavelli.
Club Brugge er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn gegn RB Salzburg eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli, ekki ósvipað Benfica sem er með tveggja marka forystu fyrir heimaleik gegn Nice.
Meistaradeildin
16:00 Qarabag - Shkendija (1-0)
17:00 FCK - Malmö (0-0)
17:00 Fenerbahce - Feyenoord (1-2)
17:00 Pafos FC - Dynamo Kyiv (1-0)
17:00 Plzen - Rangers (0-3)
17:30 Club Brugge - Salzburg (1-0)
18:15 Ferencvaros - Ludogorets (0-0)
18:15 Slovan Bratislava - Kairat Almaty (0-1)
19:00 Benfica - Nice (2-0)
19:00 Crvena zvezda - Lech Poznan (3-1)
Athugasemdir