Franska félagið AS Mónakó hefur áhuga á enska bakverðinum Kieran Trippier sem er með eitt ár eftir af samningi sínum við Newcastle.
Trippier, sem verður 35 ára í september, sinnir mikilvægu hlutverki fyrir Eddie Howe í leikmannahópi Newcastle. Félagið er því ekki talið vera reiðubúið til að selja hann.
Varnarmaðurinn öflugi tók þátt í 32 leikjum með Newcastle á síðustu leiktíð og er mikilvægur í búningsklefanum þó hann sé ekki lengur með fast sæti í byrjunarliðinu.
Mónakó er búið að krækja í Lukas Hradecky, Ansu Fati, Paul Pogba og Eric Dier hingað til í sumarglugganum og vonast stjórnendur til að Trippier verði næstur inn.
Trippier lék fyrir Atlético Madrid og Tottenham áður en hann gekk til liðs við Newcastle fyrir þremur árum. Hann á 54 landsleiki að baki fyrir England.
Athugasemdir