Dagur Orri Garðarsson hefur átt gott tímabil með HK í Lengjudeildinni hvar hann spilar á láni frá Stjörnunni. Hann hefur skorað tíu mörk í fimmtán leikjum og er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt þeim Adam Árna Róbertssyni og Oumar Diouck.
Dagur, sem er framherji sem verður tvítugur seinna í ágúst, á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við HK og er m.a. orðaður við KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út i Dag í viðtali eftir sigurinn gegn Aftureldingu í gær.
Dagur, sem er framherji sem verður tvítugur seinna í ágúst, á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við HK og er m.a. orðaður við KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út i Dag í viðtali eftir sigurinn gegn Aftureldingu í gær.
„Ég get svo sem ekkert sagt um það, ég held að hann sé að fara í skóla í Bandaríkjunum, held að það sé planið hans. Á meðan ég veit ekki meira, þá er það eina sem ég get sagt," sagði Óskar aðspurður hvort Dagur væri að koma eftir tímabilið.
„Við fylgjumst með öllum ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að standa sig vel," sagði hann aðpsurður hvort KR væri að fylgjast með Degi.
Athugasemdir