Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 12. ágúst 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Settur til höfuðs Hrannari og leysti það frábærlega
Gyrðir Hrafn var að spila sinn áttunda leik í Bestu deildinni í sumar.
Gyrðir Hrafn var að spila sinn áttunda leik í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Snær hefur átt frábært tímabil, skoraði mark Aftureldingar í gær með skalla eftir horn.
Hrannar Snær hefur átt frábært tímabil, skoraði mark Aftureldingar í gær með skalla eftir horn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson átti mjög góðan leik þegar KR vann Aftureldingu í Bestu deildinni í gær. Gyrðir lék sem hægri bakvörður í leiknum og hélt heitasta leikmanni Aftureldingar, Hrannari Snæ Magnússyni, niðri.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Afturelding

„Mér fannst annað að sjá þetta KR lið núna, fannst þeir verjast vel þegar þeir misstu boltann. Þar ætla ég að nefna Gyrði Hrafn í hægri bakverðinum, mögulega settur til höfuðs Hrannari; við vitum hvað Hrannar getur gert í hröðum sóknum. Gyrðir er svo hraður líka og svo sterkur. Einn á móti einum er hann rosalega flottur, það hjálpaði þeim í þessum leik, hann hélt Hrannari í skefjum," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

„Hann greip tækifærið, hann er ekki búinn að vera sáttur við spiltímann sinn," sagði Elvar Geir.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, ræddi um Gyrði í viðtali á miðlum KR eftir leikinn.

„Það er alveg ljóst að Hrannar er lykilmaður í sóknarleiknum hjá þeim. Á móti honum verður þú að hafa mann með hraða, sáum það í fyrri leiknum. jafnvel þó að varnarmaðurinn okkar sé fljótur, þá er mikilvægt að lenda ekki langt á eftir honum."

„Staðsetningin hjá Gyrði var ekki tilviljun, en hann leysti þetta frábærlega. Það var margt í þessum leik sem var sett upp þannig að stoppa styrkleika þeirra og herja á veikleikana,"
sagði Óskar Hrafn.

KR vann 2-1 sigur og komst með honum upp úr fallsæti.
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner