Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   þri 12. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ungur Skagamaður á reynslu hjá Esbjerg
Mynd: ÍA
Ungur og efnilegur Skagamaður er á reynslu til Esbjerg í Danmörku þessa dagana.

Hann heitir Daníel Michal Grzegorzsson og er fæddur 2009. Hann er nýlega fluttur á Akranes eftir að hafa verið á Austurlandi síðustu ár, þar sem hann æfði með yngri flokkum FHL, KFA og Austurlands.

Daníel er fljótur og teknískur leikmaður sem gekk í raðir ÍA frá KFA í lok síðasta árs. Hann er búinn að vera í Danmörku síðustu daga og kemur aftur heim á miðvikudaginn, áður en hann mætir á æfingu hjá ÍA á fimmtudaginn.

Daníel Michal er með eitt mark í þremur leikjum fyrir U15 landslið Íslands.


Athugasemdir
banner