Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 13:00
Kári Snorrason
Siggi Höskulds býst við 50/50 leik - „Mikið undir og mikil læti“
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs.
Sigurður Höskuldsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór er á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Þór er á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður segir Aron Inga vera kláran í leikinn.
Sigurður segir Aron Inga vera kláran í leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Þórs mætir Þrótti á morgun í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Liðið sem sigrar tryggir sér farseðil upp í Bestu-deildina. Ef leikurinn endar með jafntefli þá stelur Njarðvík toppsætinu með því að vinna Grindavík. Tekst Njarðvík ekki að vinna þá nægir Þór jafntefli í Laugardalnum til að tryggja sér efsta sætið.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, ræddi við Fótbolti.net fyrir leikinn mikilvæga.

„Ég býst við svipuðum leik og var í Boganum í fyrri umferðinni. Sem var stórskemmtilegur leikur. Það verða töluvert fleiri á vellinum, mikið undir og mikil læti. Ég býst við að það verði smá spenna í upphafi, en trúi ekki öðru en að þetta verði frábær fótboltaleikur hjá tveimur helvíti góðum liðum,“ segir Sigurður.

Hann segir Þrótt vera með sterkt og vel spilandi lið, en hann býst við jöfnum leik.

„Ég held að bæði lið mæti í þennan leik til að reyna vinna hann. Ekkert vera að pæla í neinu öðru. Ég býst við að það sé meginstefið hjá báðum liðum. Þeir eru vel spilandi og með mjög heilsteypt „identity“. Ég trúi ekki öðru en að þeir haldi í sín prinsip og spili sinn leik. Ég býst ekki við neinu öðru.“

„Ég held að þetta sé spurning um hvort liðið mætir betur stefnt til leiks og nái að spila sinn leik. Ég tel að bæði lið mæti til leiks að hámarka gæðin í sínu liði og sínum leikstíl. Ég býst við 50/50 leik þar sem að liðið sem á betri dag vinnur. Held að þetta sé ekkert flóknara en það. Bæði lið eru trú sínu konsepti og það lið sem fangar það betur vinnur.“

Sigurður segir stöðuna á hópi Þórs góða. Aron Ingi Magnússon hefur misst af síðustu tveimur leikjum en Sigurður segir hann vera kláran í slaginn.

„Aron er klár, það eru allir tilbúnir að koma inn í hópinn. Það er góð stemning og manni hlakkar til að spila loksins þennan leik.“

Búist er við mikilli stemningu á Avis-vellinum á morgun. Um 1500 miðar voru seldir á miðvikudag.

„Ég held að það sé engin stuðningsmannasveit sem jafnast á við Þórsara þegar þeir eru í gír. Tilfinningin er sú að þeir verði í stuði á morgun.“

Leikurinn, ásamt lokaumferðinni í heild sinni hefst klukkan 14:00 á morgun, laugardag.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir