Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 12:00
Kári Snorrason
Venni fyrir úrslitaleikinn - „Fínt að fá tusku framan í sig og átta sig á því að við erum mannlegir“
Lengjudeildin
Þróttur mætir Þór í úrslitaleik um fyrsta sæti Lengjudeildarinnar á morgun.
Þróttur mætir Þór í úrslitaleik um fyrsta sæti Lengjudeildarinnar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að vinna þessa deild.“
„Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að vinna þessa deild.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin býst við erfiðum leik og hrósar toppliði Þórs.
Sigurvin býst við erfiðum leik og hrósar toppliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sæti í Bestu-deildinni er undir.
Sæti í Bestu-deildinni er undir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur mætir toppliði Þórs á laugardaginn í úrslitaleik um efsta sæti Lengjudeildarinnar. Fyrsta sætið tryggir sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili og því er mikið í húfi. Þróttur situr í 2. sæti fyrir lokaumferðina og verður að sigra Þór til að ná toppsætinu.

Eftirvæntingin er því mikil fyrir leikinn og ræddi Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, við Fótbolta.net um viðureignina gegn Þór.

„Þetta er nýtt fyrir mína leikmenn að spila svona leik. Við ætlum að nýta okkur orkuna úr stúkunni okkur til stuðnings en ekki til að buga okkur eða gera okkur of stressaða.“

Þróttur tapaði 5-2 gegn HK í síðustu umferð, þar áður hafði liðið verið ósigrað í ellfu leikjum.

„Það er fínt að fá tusku framan í sig og átta sig á því að við erum mannlegir. Það gengur ekki alltaf allt upp þetta var að mörgu leyti hollt.“

Eftir tapið gegn HK verður Þróttur að sækja til sigurs gegn Þór ef þeir ætla sér að ná toppsætinu.

„Þetta setur okkur í skemmtilega stöðu, að þurfa að vinna. Fínt hugarfar að mæta með það út á völl. Það er að mörgu leyti þægilegt að hugsa ekki hvað sé að gerast á öðrum völlum. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að vinna þessa deild, það flækir þetta ekki neitt.“

Sigurvin segir liðið ekki ætla bregða út af vananum þrátt fyrir stærðargráðu leiksins.

„Við ætlum að mæta til leiks eins og í alla hina leikina. Við trúum því að með góðri frammistöðu erum við líklegir til sigurs. Þá er verkefnið að smíða góða frammistöðu og spila okkar leik. Eftir langt mót og undirbúningstímabil er draumur að rætast að fá þennan stóra séns um að komast upp. Þá verður maður að njóta þess þegar stundin kemur. Þetta snýst allt um það að vera glaður með bros á vör en fínt að vera smá stressaður. Svo að maður fái fiðringinn sem ýtir manni áfram.“

Sigurvin segir Þórsara vera með sterkt lið og hrósar íslenskum leikmönnum liðsins.

„Ég býst við þeim sterkum eins og þeir hafa verið í allt sumar. Þetta er mjög sterkt lið, skemmtileg blanda. Meirihlutinn góðir erlendir leikmenn og ungir sprækir Þórsarar. Þessir íslensku gleymast oft, Sigfús (Fannar Gunnarsson) er búinn að skora fimm leiki í röð. Svo er mikið talað um Affi í vörninni, en Ragnar (Óli Ragnarsson) er frábær líka. Svo eru þeir með hættur út um allan völl. Við berum mikla virðingu fyrir þeim sem andstæðingum og reiknum með mjög erfiðum leik.“

Flautað verður til leiks klukkan 14:00 á Avis-vellinum í Laugardal á morgun. Eins og áður kom fram þarf Þróttur að vinna leikinn ef þær ætla sér að hreppa toppsætið.

Ef leikurinn endar með jafntefli þá stelur Njarðvík toppsætinu með því að vinna Grindavík. Tekst Njarðvík ekki að vinna þá nægir Þór jafntefli í Laugardalnum til að tryggja sér efsta sætið.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner