Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 12. október 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
PSG verður án Messi en Ramos er klár
Paris Saint-Germain er með sex stiga forystu í frönsku úrvalsdeildinni en liðið mætir Angers á föstudaginn, fjórum dögum áður en liðið leikur gegn Leipzig í Meistaradeildinni.

Allir Suður-Amerísku landsliðsmennirnir hjá PSG geta ekki spilað leikinn á föstudag, þar á meðal er Lionel Messi sem er í landsliðsverkefni með Argentínu.

Di Maria, Paredes, Neymar og Marquinhos verða einnig fjarverandi. Auk þess verður markvörðurinn Keylor Navas ekki tiltækur en hann er í verkefni með Kosta Ríka.

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, hefur hlegið að þessari stöðu á fréttamannafundi.

Góðu fréttirnar fyrir PSG eru þær að varnarmaðurinn reynslumikli Sergio Ramos gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann kom til félagsins frá Real Madrid. Hann hefur verið á meiðslalistanum hingað til á tímabilinu. Bakvörðurinn Juan Bernat er einnig að snúa til baka af meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner