Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   þri 12. nóvember 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
John van 't Schip farinn frá Ajax
Mynd: Ajax
Mynd: EPA
John van 't Schip hefur ákveðið að yfirgefa stöðu sína sem tæknilegur stjórnandi hjá Ajax þar sem hann vill fara aftur í þjálfun.

Van 't Schip, sem lék stærsta hluta fótboltaferilsins með Ajax, var ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari Ajax í október í fyrra.

Hann fékk tæplega tveggja ára samning við félagið þar sem hann var ráðinn sem aðalþjálfari út 2023-24 tímabilið en eftir það yrði hann partur af stjórnendateyminu sem starfar bakvið tjöldin.

Schip telur þetta skrifstofustarf ekki henta sér og vill demba sér aftur í þjálfun, eftir að hafa meðal annars stýrt Chivas í Mexíkó, Melbourne City í Ástralíu og gríska landsliðinu á þjálfaraferlinum.

Schip er 60 ára gamall og náði fimmta sæti með Ajax á erfiðu tímabili í fyrra, þar sem Kristian Nökkvi Hlynsson fékk stórt hlutverk og skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum.

Schip er svekktur að samstarfið við Ajax hafi ekki gengið betur upp en raun ber vitni eftir að hafa unnið ógrynni titla með félaginu sem leikmaður.

Schip lék einnig fyrir Genoa á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk þess að spila 41 landsleik fyrir Holland þar sem hann varð Evrópumeistari 1988.
Athugasemdir
banner
banner
banner