Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Ætlum að gefa ungu strákunum tækifæri sem þeir eiga skilið
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jón Gísli Eyland er einn þeirra ungu leikmanna sem fengu tækifæri á liðinni leiktíð.
Jón Gísli Eyland er einn þeirra ungu leikmanna sem fengu tækifæri á liðinni leiktíð.
Mynd: Raggi Óla
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var í vikunni í ítarlegu viðtali hér á Fótbolti.net.

Jóhannes ræddi sumarið 2019 og stöðuna almennt á Skaganum. Umræða hefur verið um unga leikmenn hjá félaginu.

„Við erum með virkilega öflugan annan flokk sem hefur átt tvö virkilega góð tímabil. Við erum að fá virkilega vel þjálfaða og klóka leikmenn upp í meistaraflokkinn, tólf leikmenn koma þaðan upp í æfingahópinn okkar," sagði Jóhannes Karl við Fótbolta.net.

„Okkar módel er að gefa þessum ungu leikmönnum tækifæri á að sanna sig."

Ætlar Jóhannes út á leikmannamarkaðinn?

„Maður fylgist með hvort það séu einhverjir reynslumklir leikmenn sem gætu hjálpað okkur, til þess þá að gefa ungu leikmönnunum stuðning. Til dæmis einhver leikmaður sem hefur unnið eitthvað í efstu deild eða býr yfir mikilli leikreynslu."

„Eins og staðan er núna erum við ekkert að velta neinu fyrir okkur og ætlum okkur að gefa þessum ungu strákum tækifæri sem þeir eiga skilið."

„Mér finndist það mjög ólíklegt að margir nýir leikmenn kæmu inn í hópinn hjá okkur fyrir næstu leiktíð, ekki nema einhverjir leikmenn yrðu seldir - þá myndum við reyna að fylla þeirra skarð."

„Þetta snýst um það að við viljum vera með öfuglan leikmannahóp á okkar forsendum, fylgja stefnu félagsins og það er eitthvað sem ég, sem þjálfari liðsins, ætla mér að framfylgja."


Umræðan um leikmannahópinn hefst á 08:00 og lýkur á þrettándu mínútu í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig:
Skagamenn ætla að breyta um leikstíl
Áhugi á ungum Skagamönnum - Bjarki Steinn til Örebro á reynslu
Miðjan - Jói Kalli um stöðuna á Skaganum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner