
Youssef En-Nesyri, leikmaður Marokkó, stökk 2,8 metra frá jörðinni þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Portúgal í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn.
En-Nesyri stökk hærra en Diogo Costa og Ruben Dias þegar liðið varð fyrsta Afríkulandlið og fyrsta Arabaþjóðin til að komast í undanúrslit HM.
En-Nesyri stökk hærra en Ronaldo gerði þegar hann skoraði með frægum skalla fyrir Juventus gegn Sampdoria 2019. En-Nesyri er leikmaður Sevilla og er jafnhár og Ronaldo.
Marokkó hefur heillað heimsbyggðina og komið öllum á óvart með því að komast þetta langt á mótinu. Á miðvikudaginn mun liðið leika gegn Frakklandi í undanúrslitum.

Marokkómenn eru komnir yfir! En-Nesyri reis manna hæst í teignum og stangaði boltann inn eftir glæsilegt spil pic.twitter.com/pIgcEq3r3I
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Athugasemdir