Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 12. desember 2022 14:52
Elvar Geir Magnússon
Stökk 2,8 metra til að skora sigurmarkið gegn Portúgal
Youssef En-Nesyri skorar markið.
Youssef En-Nesyri skorar markið.
Mynd: Getty Images
Youssef En-Nesyri, leikmaður Marokkó, stökk 2,8 metra frá jörðinni þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Portúgal í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn.

En-Nesyri stökk hærra en Diogo Costa og Ruben Dias þegar liðið varð fyrsta Afríkulandlið og fyrsta Arabaþjóðin til að komast í undanúrslit HM.

En-Nesyri stökk hærra en Ronaldo gerði þegar hann skoraði með frægum skalla fyrir Juventus gegn Sampdoria 2019. En-Nesyri er leikmaður Sevilla og er jafnhár og Ronaldo.

Marokkó hefur heillað heimsbyggðina og komið öllum á óvart með því að komast þetta langt á mótinu. Á miðvikudaginn mun liðið leika gegn Frakklandi í undanúrslitum.




Athugasemdir
banner
banner
banner