Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mið 13. janúar 2021 18:05
Aksentije Milisic
Atletico Madrid aðeins fengið á sig tvö mörk úr opnum leik
Atletico Madrid er í toppsætinu í La Liga deildinni á Spáni.

Liðið er með fjögurra stiga forystu á granna sína í Real Madrid en Atletico á hins vegar enn tvo leiki til góða. Hlutirnir líta býsna vel út fyrir Diego Simeone og hans menn.

Atletico vann öflugan sigur gegn Sevilla og að sjálfsögðu hélt liðið markinu sínu hreinu eins og svo oft áður. Liðið er nú með 41 stig eftir 16 leiki og er það mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð á þessum hluta tímabilsins frá því það varð meistari árið 2014.

Það sem er enn áhugaverðara er að Atletico hefur aðeins fengið á sig tvö mörk úr opnum leik á tímabilinu í deildinni eftir sextán leiki. Magnaður árangur.

Þá er liðið komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það datt hins vegar óvænt út úr keppni gegn neðri deildarliði í bikarnum á dögunum.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner