Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. febrúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu ótrúlegt klúður Mbappe í gær
Mynd: Getty Images
PSG valtaði yfir Dijon í gær í frösnku bikarkeppninni. PSG komst yfir með sjálfsmarki snemma leiks en DIjon jafnaði metin.

PSG skoraði svo fimm síðustu mörk leiksins og sigraði því 6-1. Rúnar Alex Rúnarsson verður aðalmarkvörður Dijon næstu mánuðina þar sem aðalmarkvörður liðsins meiddist á dögunum og verður frá.

Sex mörk fékk Rúnar á sig og þar af voru tvö sjálfsmörk. Pablo Sarabia skoraði tvö mörk, Kylian Mbappe eitt og Thiago Silva eitt. Sigurinn kom PSG áfram í undanúrslit bikarkeppninnar.

Á 80. mínútu lagði Sarabia upp dauðafæri fyrir Mbappe sem fékk boltann á markteigslínunni. Mbappe tókst á einhvern hátt að halla sér til baka og moka knettinum yfir mark Dijon. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Staðan á þessum tímapunkti var 1-4.


Athugasemdir
banner
banner
banner