Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. febrúar 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veit ekki hvað gerist með Kristófer - Kaupir Venezia hann?
Kristófer eftir landsleik.
Kristófer eftir landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óvíst er hvort Kristófer Jónsson muni koma heim til Vals áður en tímabilið í Bestu deildinni hefst. Jafnvel er óvíst hvort hann muni koma heim yfirhöfuð.

Kristófer er miðjumaður sem verður tvítugur í mars.

Kristófer, sem er uppalinn í Haukum, er núna á láni hjá ítalska félaginu Venezia frá Val. Hann er samningsbundinn Venezia fram í lok júní, en á þeim tímapunkti verður tímabilið hér á Íslandi komið á fleygiferð.

Valur hefur áhuga á því að fá leikmanninn til baka áður en tímabilið hefst en á sama tíma hefur Venezia áhuga á að kaupa Kristófer alfarið frá Val. Þessi ungi leikmaður hefur verið að spila vel með unglinga- og varaliði félagsins og hefur heillað ýmsa með frammistöðu sinni.

„Við erum að bíða eftir því með Kristófer Jóns hvort þeir kaupi hann úti eða hvort hann komi heim," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á KR í Lengjubikarnum í gær.

„Ef hann verður áfram úti þá reynum við örugglega að fá einn leikmann í viðbót."

Arnar vonast til að það skýrist í næstu viku með Kristófer. „Það er erfitt fyrir mig að spá í þetta. Ég vona fyrir hans hönd að þeir komi með alvöru tilboð og hann geti verið áfram úti. Á sama tíma þá verðum við gríðarlega sáttir við að fá hann heim ef það gengur ekki. Vonandi kemur niðurstaða í það mál sem fyrst, vonandi í næstu viku. Núna er kominn febrúar og vonandi koma svör sem allra fyrst, líka fyrir hann."

„Það væri ekki gott fyrir hann að fá svör í lok maí að þeir ætluðu ekki að kaupa hann. Þá missir hann af öllum undirbúningi hér og yrði ekki löglegur fyrr en í júlí."
Arnar Grétars: Þegar ég kom var talað um að gera breytingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner