Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 13. mars 2020 15:38
Elvar Geir Magnússon
Frestað í Þýskalandi líka
Ekki verður leikið í þýska fótboltanum um helgina vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Öllum leikjum er frestað til 2. apríl.

Þýska deildin fylgir því nágrannalöndum sínum sem hafa frestað keppni.

Topplið deildarinnar, Bayern München, átti að spila gegn Union Berlín um helgina og þá átti að vera mjög áhugaverð viðureign Borussia Dortmund og Schalke.
Athugasemdir