Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   lau 13. mars 2021 15:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Blikar unnu Fylki - Ragnar Bragi kleip í pung
Liðin fara bæði áfram í 8-liða úrslit
Mynd: Hulda Margrét
Breiðablik 2 - 1 Fylkir
1-0 Thomas Mikkelsen
1-1 Damir Muminovic, sjálfsmark
2-1 Viktor Karl Einarsson

Breiðablik hafði betur gegn Fylki er liðin mættust í toppslag í riðlakeppni Lengjubikarsins.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir og stjórnuðu þeir grænklæddu gangi leiksins í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Árbæ náðu þó að jafna þegar Damir Muminovic varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fasta fyrirgjöf frá Nikulási Val.

Síðari hálfleikur var jafnari en sá fyrri og brutust út átök um miðjan hálfleikinn. Arnór Borg Guðjohnsen og Viktor Örn Margeirsson fengu báðir gult spjald og í kjölfarið sá Ragnar Bragi Sveinsson beint rautt spjald fyrir að klípa í viðkvæmt svæði á líkama Olivers Sigurjónssonar.

Blikar spiluðu því manni fleiri síðasta hálftímann og gerði Viktor Karl Einarsson sigurmarkið með frábæru skoti.

Blikar eru með fullt hús stiga og vinna riðilinn. Fylkir endar í öðru sæti með níu stig og fer því áfram í 8-liða úrslit en Breiðablik hefði þurft að vinna með tveggja marka mun eða meira til að Leiknir hefði komist áfram á kostnað Fylkis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner