Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. mars 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ceballos tekur ákvörðun í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos rennur út á samningi hjá Real Madrid í sumar.


Hann segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um framtíðina og að hann ætli ekki að gera það fyrr en eftir tímabilið.

Ceballos er fyllilega einbeittur að því að klára tímabilið með Real en þessi 26 ára gamli leikmaður hefur komið við sögu í 29 leikjum það sem af er tímabils, yfirleitt af bekknum, og hefur gert eitt mark og gefið sex stoðsendingar.

„Ég á þrjá mánuði eftir af samningnum og ætla ekki að hugsa um framtíðina fyrr en að tímabili loknu. Ef ég verðskulda nýjan samning þá vil ég vera hérna áfram, ég vil helst ekki skipta um félag," sagði Ceballos.

Ceballos ólst upp hjá Real Betis og var keyptur til Real Madrid sumarið 2017. Hann fann aldrei taktinn í Madríd og var lánaður til Arsenal í tvö ár áður en hann sneri aftur til spænsku meistaranna.

Ceballos, sem á 11 landsleiki að baki fyrir Spán, hefur meðal annars verið orðaður við Real Betis og Crystal Palace í vetur en nýjasti orðrómurinn segir Julian Nagelsmann, þjálfara þýska stórveldisins FC Bayern, hafa áhuga á miðjumanninum.

Ceballos hefur í heildina skorað 6 mörk og gefið 9 stoðsendingar í 103 leikjum hjá Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner