Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. mars 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Elías skoraði í stóru tapi gegn Kristiani sem lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: NAC Breda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elías Már Ómarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson mættust í B-deild hollenska boltans í kvöld og úr varð stórskemmtileg viðureign.


Elías Már var í byrjunarliði NAC Breda sem tók á móti Jong Ajax og var staðan 0-4 fyrir gestina í leikhlé.

Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Jong Ajax og lagði upp fimmta mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks.

Eftir það vöknuðu heimamenn til lífsins og minnkaði Elías muninn skömmu síðar en lokatölur urðu 2-6. Þetta tap eru mikil vonbrigði fyrir Breda sem er í umspilsbaráttu, heilum 12 stigum fyrir ofan Ajax.

Kristófer Ingi Kristinsson var þá ónotaður varamaður í 1-3 sigri VVV Venlo gegn Almere City. Venlo er í frábærri stöðu í umspilsbaráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

NAC Breda 2 - 6 Jong Ajax
0-1 D. Warmerdam ('4)
0-2 A. Van Axel Dongen ('17)
0-3 Y. Baas ('21)
0-4 L. Lucca ('34)
0-5 F. Conceicao ('51)
1-5 Elías Már Ómarsson ('60)
2-5 J. Van der Sande ('67)
2-6 Y. Reeger ('86)

Almere 1 - 3 Venlo

Mikael Neville Anderson var þá í byrjunarliði Aarhus sem sigraði Randers á útivelli í efstu deild danska boltans. Aarhus er þar í fjórða sæti eftir sigurinn, átta stigum eftir toppliði Nordsjælland.

Aron Einar Gunnarsson var einnig á sínum stað í byrjunarliði Al Arabi þegar liðið heimsótti Al-Gharafa og vann mikilvæg stig. Al Arabi er í öðru sæti katörsku deildarinnar, tveimur stigum eftir toppliði Al-Duhail sem missteig sig og gerði jafntefli í gær. Al-Duhail á þó leik til góða í titilbaráttunni.

Rúnar Már Sigurjónsson kom þá inn af bekknum í 1-1 jafntefli FC Voluntari gegn Chindia Targoviste í rúmenska boltanum. Rúnar Már og félagar í Voluntari eru um miðja deild þar með 34 stig eftir 30 umferðir.

Að lokum vann Hammarby 2-1 sigur gegn AIK í sænska boltanum en Jón Guðni Fjóluson var utan hóps vegna meiðsla. Hammarby er þar með komið í undanúrslit sænska bikarsins þar sem liðið mætir Mjällby.

Randers 1 - 2 Århus

Al-Gharafa 0 - 1 Al Arabi

Chindia Targoviste 1 - 1 FC Voluntari

Hammarby 2 - 1 AIK


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner