Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 13. mars 2023 08:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Liverpool hafa áhuga á Palhinha - Lineker deilan að leysast
Powerade
Joao Palhinha er eftirsóttur.
Joao Palhinha er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Lineker snýr aftur um næstu helgi.
Lineker snýr aftur um næstu helgi.
Mynd: Getty Images
PSG hefur áhuga á Osimhen.
PSG hefur áhuga á Osimhen.
Mynd: EPA
Velkomin í mánudagsslúðrið, vonandi var helgin ykkur góð. Palhinha, Lukaku, Osimhen, Raphinha, Thuram, Diaby, Firmino og fleiri í pakkanum í dag.

Manchester United skoðar að gera sumartilboð í portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha (27) hjá Fulham. Arsenal, Chelsea, Liverpool, Newcastle og Tottenham eru einnig að horfa til hans. (Sun)

Liverpool er það félag sem er komið lengst í að vinna í því að fá Palhinha frá Fulham. (Mail)

Deila Gary Lineker og BBC er að leysast en búist er við því að samkomulag náist í dag og Lineker haldi aftur um stjónartaumana í Match of the Day næsta laugardag. (Mirror)

Manchester City hefur áhuga á enska varnarmanninum Ben Chilwell (26) sem gæti verið einn af fjölmörgum leikmönnum sem yfirgefa Chelsea í sumar. (Athletic)

Manchester City býr sig undir að bjóða argentínska framherjanum Julian Alvarez (23) nýjan samning til júní 2028 og gæti það verið frágengið í dag. (Fabrizio Romano)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) vill vera áfram hjá Inter þegar lánssamningur hans rennur út. Inter hefur hinsvegar ekki efni á að halda honum á sömu kjörum og hann er ekki hluti af áætlunum Graham Potter hjá Chelsea. (Mail)

Paris St-Germain hefur blandað sér í hóp félaga sem vilja nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (24) frá Napoli. Chelsea og Manchester United voru fyrir í hópnum. (Nicolo Schira)

PSG hefur sett samningaviðræður við argentínska framherjann Lionel Messi og spænska varnarmanninn Sergio Ramos í biðstöðu. Félagið óttast að fá refsingu fyrir brot á fjárhagsreglum. (Mirror)

Chelsea og Newcastle eru að fylgjast með stöðu Raphinha (26) hjá Barcelona. Spænska stórliðið gæti verið tilbúið að selja brasilíska vængmanninn. (Sport)

Nottingham Forest vill ekki bjóða enska sóknarleikmanninum Jesse Lingard (30) nýjan samning þegar eins ár samningur hans rennur út í sumar. Lingard er hvorki kominn með mark né stoðsendingu á tímabilinu. (Football Insider)

Inter mun aftur reyna að fá sænska varnarmanninn Victor Lindelöf (28) frá Manchester United í sumar. Inter reyndi að fá hann lánaðan í janúar. (Sun)

Inter er líklegast til að hreppa franska framherjann Marcus Thuram (25) frá Borussia Mönchengladbach þrátt fyrir áhuga Juventus, Manchester United og Newcastle. (Calciomercato)

Arsenal hefur verið að fylgjast með franska vængmanninum Moussa Diaby (23) hjá Bayer Leverkusen síðustu tvö ár en Newcastle og Paris St-Germain gætu einnig haft áhuga. (Fabrizio Romano)

Vitor Roque (18), brasilíski framherjinn hjá Athletico Paranaense, hefur hafnað félagaskiptum til Arsenal því hann vill helst fara til Barcelona. (Sport)

Atletico Madrid mun mögulega reyna að fá brasilíska framherjann Roberto Firmino (31) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)

Ónefnt félag í Sádi-Arabíu hefur boðið Firmino risasamning. (Football Insider)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (29) vill vera áfram hjá Juventus en hann hefur bara komið við sögu í tveimur leikjum síðan hann kom frá Manchester United síðasta sumar. (Calciomercato)

Manchester United og Newcastle eru að fylgjast með þróun g framvindu Xavi Simons (19), hollenska miðjumannsins hjá PSV Eindhoven. (Ekrem Konur)

Nottingham Forest hefur ekki ákveðið hvort félagið ætli að kaupa Dean Henderson (26) eða Keylor Navas (36) þegar lánssamningar markvarðanna frá Manchester United og Paris St-Germain renna út. (Football Insider)

Sir Jim Ratcliffe er bjartsýnn á að ná að taka yfir Manchester United en hann hefur ráðið Sir Dave Brailsford til að sjá um endurnýjun félagsins. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner