Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skellihló á Twitter eftir að mark hans var dæmt af gegn Barcelona
Barcelona vann Athletic Bilbao með einu marki gegn engu í spænsku deildinni í gær og heldur því 9 stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar.

Inaki Williams kom boltanum í netið á loka mínútum leiksins og var sannfærður um að hann hefði tryggt Bilbao stig. Iker Muniain fékk boltann í höndina í aðdraganda marksins og eftir að VAR skoðaði atvikið var markið dæmt af.

Þetta hefur farið í taugarnar á Williams sem var ansi kaldhæðinn á Twitter eftir leikinn þar sem hann virðist skellihlægja.

Tístið hans Williams og mynd af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir