Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 13. apríl 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Nico Williams skoraði í endurkomusigri - Villarreal lagði Betis
Mynd: EPA
Athletic Bilbao lenti undir þegar liðið fékk Rayo Vallecano í heimsókn í spænsku deildinni í kvöld.

Vallecano fékk vítaspyrnu á 37 mínútu en Unai Simon varði frá Pedro Diaz. Pathe Ciss náði boltanum og skoraði og kom Vallecano yfir.

Eftir klukkutíma leik fékk Bilbao víti og Oihan Sancet skoraði og jafnaði metin.

Nico Williams kom BIlbao yfir þegar hann átti frábært skot hægra megin úr teignum í fjærhornið. Það var síðan Sancet sem innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn í uppbótatíma.

Villarreal vann Real Betis í Evrópubaráttunni en Villarreal er í 5. sæti með 51 stig, sex stigum á eftir Bilbao og þremur stigum á undan Betis en Villarreal á leik til góða.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner