Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 13. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar spes en ég var samt sem áður ánægður með mína menn sem lögðu mikið í þetta verkefni. En erfitt að missa mann útaf og það voru meiðsli sem voru að trufla okkur líka,“
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 5-1 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

Í upphafi síðari hálfleiks varð óhugnalegt atvik þegar Sindri Snær Magnússon varð fyrir því sem virtist alvarlegum meiðslum. Leikurinn var stopp í um stundarfjórðung og afréðu menn sem huguðu að Sindra að hreyfa hann ekki fyrr en sjúkrabíll væri mættur á vettvang. Hafði Jóhannes heyrt af Sindra skömmu eftir leik þegar viðtalið var tekið?

„Nei því miður. Hann var bara sárþjáður þarna inná vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl.“

Það voru ekki einu meiðslin sem Skagamenn urðuð fyrir en undir lok leiks þurfti Árni Snær Ólafsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar fór Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið.

„VIð erum skíthræddir um að hann hafi skaddað eitthvað í hásin. Árni er á leið upp á sjúkrahús núna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr því.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner