Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 13. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar spes en ég var samt sem áður ánægður með mína menn sem lögðu mikið í þetta verkefni. En erfitt að missa mann útaf og það voru meiðsli sem voru að trufla okkur líka,“
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 5-1 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

Í upphafi síðari hálfleiks varð óhugnalegt atvik þegar Sindri Snær Magnússon varð fyrir því sem virtist alvarlegum meiðslum. Leikurinn var stopp í um stundarfjórðung og afréðu menn sem huguðu að Sindra að hreyfa hann ekki fyrr en sjúkrabíll væri mættur á vettvang. Hafði Jóhannes heyrt af Sindra skömmu eftir leik þegar viðtalið var tekið?

„Nei því miður. Hann var bara sárþjáður þarna inná vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl.“

Það voru ekki einu meiðslin sem Skagamenn urðuð fyrir en undir lok leiks þurfti Árni Snær Ólafsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar fór Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið.

„VIð erum skíthræddir um að hann hafi skaddað eitthvað í hásin. Árni er á leið upp á sjúkrahús núna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr því.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner