Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 13. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Vonin lifir hjá Betis og Evrópusæti undir í Villarreal
Real Betis ætlar að reyna að saxa á forskot Sevilla
Real Betis ætlar að reyna að saxa á forskot Sevilla
Mynd: EPA
Villarreal vill ná Evrópusæti
Villarreal vill ná Evrópusæti
Mynd: EPA
Næst síðasta umferðin í spænsku deildinni er spiluð um helgina en Real Betis gæti sett pressu á nágranna þeirra í Sevilla um síðasta Meistaradeildarsætið.

Evrópu- og fallbaráttan er það eina sem er eftir á Spáni en það gæti allt verið ráðið eftir helgina.

Deportivo Alaves og Mallorca eru í fallsæti en Cadiz er í 17. sæti og síðasta örugga sæti deildarinnar. Cadiz mætir Spánarmeisturum Real Madrid á meðan Alaves mætir Levante, sem féll úr deildinni í gær. Mallorca mætir Rayo Vallecano heima.

Sevilla situr í 4. sætinu sem stendur, síðasta sætinu sem gefur sæti í Meistaradeildina. Liðið er með fimm stiga forystu á nágranna þeirra í Betis þegar tvær umferðir eru eftir. Sevilla fær erfitt verkefni gegn Atlético Madríd á Wanda Metropolitano-leikvanginum en Betis spilar við Granada á heimavelli.

Real Sociedad situr í 6. sætinu sem gefur sæti í Sambandsdeildina en liðið mætir einmitt Villarreal, sem situr í 7. sætinu. Tvö stig eru á milli liðanna og gæti þetta því verið hreinn úrslitaleikur um Evrópusæti.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
16:30 Espanyol - Valencia
19:00 Celta - Elche

Sunnudagur:
16:30 Athletic - Osasuna
16:30 Atletico Madrid - Sevilla
16:30 Betis - Granada CF
16:30 Mallorca - Vallecano
16:30 Getafe - Barcelona
16:30 Cadiz - Real Madrid
16:30 Levante - Alaves
16:30 Villarreal - Real Sociedad
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 17 12 3 2 34 16 +18 39
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
8 Celta 16 5 7 4 20 19 +1 22
9 Sevilla 16 6 2 8 24 24 0 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Alaves 16 5 3 8 14 17 -3 18
13 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
17 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 16 2 4 10 7 26 -19 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner
banner