Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. maí 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Styttan af Aguero afhjúpuð - „Falleg stund"
Sergio Aguero við styttuna.
Sergio Aguero við styttuna.
Mynd: Getty Images
Í dag eru tíu ár síðan Sergio Aguero skoraði dramatískt sigurmark á 94. mínútu fyrir Manchester City gegn QPR sem tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn. Ein eftirminnilegasta stund í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tilefni þess var stytta af Agureo afhjúpuð fyrir utan Etihad leikvanginn, heimavöll Man City. Hún er í sama stíl og styttur af Vincent Kompany og David Silva sem eru einnig fyrir utan völlinn.

Agurero skoraði 260 mörk fyrir City áður en hann yfirgaf félagið í fyrra. Hann er 33 ára en lagði skóna á hilluna í desember vegna hjartavandamála.

„Þetta er mjög falleg stund fyrir mig. Á þessum tíu árum hjá City vann ég fjölda bikara og gat hjálpaði félaginu að vera eitt það mikilvægasta í heimi. Ég er mjög þakklátur félaginu fyrir að gera styttu til að heiðra minn feril í Manchester," segir Aguero.


Athugasemdir
banner
banner
banner