Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö félög leiða kapphlaupið um Huijsen
Dean Huijsen.
Dean Huijsen.
Mynd: EPA
Arsenal og Liverpool leiða kapphlaupið um miðvörðinn Dean Huijsen samkvæmt Florian Plettenberg, fréttamanni Sky Sports.

Real Madrid og Bayern München hafa einnig áhuga á honum en síðarnefnda félagið virðist vera að landa Jonathan Tah frá Bayer Leverkusen í sömu stöðu.

Huijsen er afar efnilegur miðvörður sem hefur slegið í gegn með Bournemouth á yfirstandandi tímabili.

Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 50 milljónir evra og það er svo gott sem bókað að einhver félög muni virkja þá klásúlu í sumar.

Huijsen, sem er tvítugur, á að baki tvo landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner