Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var í rúman mánuð í Notts County - Hvað gerðist?
Casper Sloth er núna mættur í Stjörnuna.
Casper Sloth er núna mættur í Stjörnuna.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan tilkynnti í dag um félagaskipti danska miðjumannsins Casper Sloth til félagsins.

Sloth var mikið efni á sínum tíma og á hann níu A-landsleiki að baki fyrir Danmörku.

Hann er uppalinn hjá AGF og fór þaðan til Leeds. Síðan þá hefur aðeins fjarað undan ferlinum. Í fyrra var hann á mála hjá Notts County í fimmtu efstu deild í Englandi.

Hann stoppaði stutt þar. Hann var aðeins í rúman mánuð hjá Notts County. Neal Ardley, þáverandi, þjálfari Notts County, sagði frá því í samtali við Nottingham Post af hverju Sloth stoppaði svo stutt í Nottingham.

„Casper fannst eins og hann ætti frekar að vera í hóp en leikmenn sem voru í betra standi en hann. Á mánudeginum kom hann á fund og sagðist vilja fara. Svo einfalt var það."

Ardley sagðist ekki vilja hafa leikmenn sem vildu ekki vera hjá félaginu og því hafi það verið einföld ákvörðun að rifta samningi við danska miðjumanninn.

Sloth hefur verið nokkuð meiddur undanfarið en hann verður löglegur með Stjörnunni 1. júlí. Hann var síðast á mála hjá Helsingør í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner