Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 13. júlí 2022 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Guðni peppaði landsliðið -„Hann gaf okkur hvatningarorð"
Icelandair
Guðni með þjálfarateymi Íslands.
Guðni með þjálfarateymi Íslands.
Mynd: KSÍ
Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður meðal vallargesta þegar Ísland spilar við Ítalíu á Akademíuleikvanginum í Manchester á morgun.

Guðni er mikill íþróttaáhugamaður og hefur verið duglegur að mæta á íþróttaviðburði og fylgja íslenskum landsliðum á erlenda grundu. Hann var einnig á síðasta Evrópumóti kvennalandsliða sem haldið var í Hollandi.

Guðni snæddi hádegisverð með landsliðinu í dag og með í för var Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra.

„Það er alltaf gaman að fá ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hvort öðru í mjög marga daga. Þetta er ágætis tilbreyting. Þetta eru flottir fulltrúar okkar. Það var gaman að fá þau inn og börnin þeirra komu með. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona, var á sama máli.

„Guðni var bara að peppa okkur. Hann sagði okkur að hann væri stoltur af okkur og að allt fólkið heima á Íslandi væri að styðja okkur. Það er ótrúlega gaman að heyra það. Hann gaf okkur hvatningarorð. Þau sögðu við okkur að við værum góðar fyrirmyndir og við tökum því hlutverki alvarlega. Það er frábært að fá stuðning frá þeim og gaman að heyra að við séum með mikinn stuðning heima þó við vitum það líka vel," sagði Dagný.

Leikurinn á morgun - sem er mjög mikilvægur - hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner