Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 13. júlí 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Mun særða dýrið bíta frá sér? - „Var út úr þeirra karakter"
Icelandair
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má búast við erfiðum leik þegar Ísland spilar við Ítalíu á morgun í öðrum leiknum hjá okkar liði á EM.

Mikið er undir hjá báðum liðum fyrir þennan leik; Ísland er með eitt stig og Ítalía er án stiga eftir stórt tap gegn Frakklandi.

Ítalía, sem er þremur sætum fyrir ofan okkur Íslendinga á heimslistanum, tapaði stórt fyrir Frakklandi í fyrsta leik. Í þeim leik voru þær lentar 5-0 undir í hálfleik.

„Ítalska liðið er mjög skipulagt og agað varnarlega. Við sáum ekki frábæran fyrri hálfleik á móti Frakklandi. Það var út úr þeirra karakter. Í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum. Þetta lið er mjög agað, lítið svæði á milli lína, þær verjast þétt og það eru ákveðnar leiðir sem við verðum að finna til að opna þær. Þær eru líka góðar að sækja hratt," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Hvernig býst hann við því að Ítalía muni mæta til leiks eftir þetta þunga högg gegn Frakklandi?

„Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær, en er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér? Við þurfum að vera tilbúin því þær munu mæta grimmar í þennan leik. Þær líta örugglega á þetta sem slys, leikinn á móti Frakklandi. Þær taka ekkert úr fyrri hálfleiknum en líta væntanlega jákvæðari augum á seinni hálfleikinn. Við þurfum að mæta af krafti og vera vel gíruð í að takast á við þær. Við þurfum að vera tilbúin í bardaga á móti þeim."

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham, segist hafa verið hissa þegar hún sá úrslitin í leik Ítalíu og Frakklands.

„Auðvitað var maður hissa, en það er ekki svona mikill munur á þessum liðum. Maður veit það alveg. Steini og Ólafur Ingi (Skúlason) eru búnir að fara vel yfir þetta með okkur. Á morgun er nýr leikur og það skiptir ekki miklu máli hvernig leikur þeirra á móti Frökkum fór."

Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner