Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   lau 13. ágúst 2022 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brentford skellti Man Utd
Mynd: EPA

Brentford 4 - 0 Manchester United
1-0 Josh Dasilva ('10)
2-0 Mathias Jensen ('18)
3-0 Ben Mee ('30)
4-0 Bryan Mbeumo ('35)


Erik ten Hag fer ekki vel af stað við stjórnvölinn hjá Manchester United þar sem félagið er búið að tapa tveimur fyrstu keppnisleikjunum á tímabilinu.

Rauðu djöflarnir töpuðu gegn Brighton á Old Trafford í fyrstu umferð og í dag heimsóttu þeir Brentford í leik sem einkenndist af hrikalegum mistökum og slæmri spilamennsku Man Utd.

David de Gea gaf andstæðingunum fyrst tvö mörk leiksins. Fyrst missti hann veikburða skot Josh Dasilva undir sig og í netið og svo gaf hann fáránlega erfiða sendingu á Christian Eriksen sem var undir stífri pressu frá Mathias Jensen. Jensen stal boltanum og tvöfaldaði forystu Brentford.

Ben Mee gerði þriðja mark heimamanna eftir hornspyrnu og skoraði Bryan Mbeumo svo eftir vel útfærða skyndisókn. Staðan var 4-0 eftir ótrúlegan fyrri hálfleik.

Frammistaða United skánaði ekki sérstaklega mikið í seinni hálfleik, De Gea hætti að gefa mörk en sóknarleikur liðsins var ekki uppá marga fiska og héldu heimamenn í Brentford markinu hreinu.

Lokatölur 4-0 og er Brentford með fjögur stig eftir jafntefli við Leicester í fyrstu umferð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner