Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Bauðst að taka við Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur bauð spænska þjálfaranum Luis Enrique stjórastarfið áður en hann tók við Paris Saint-Germain í Frakklandi, en hann sagði sjálfur frá þessu á blaðamannafundi fyrir leikinn í Ofurbikar Evrópu.

Boðið fékk hann í kringum jólin 2022 er Antonio Conte var við stjórnvölinn.

Nokkrum vikum áður hafði Enrique hætt með spænska karlalandsliðið eftir vonbrigði á HM í Katar.

Tottenham var að skoða markaðinn eftir góðum stjóra enda var samningur Conte að renna út og kom honum og stjórninni ekki saman um framtíðarsýn félagsins.

Á þeim tíma hafði Tottenham samband við Enrique.

„Það voru nokkrir möguleikar sex mánuðum áður en ég kom til PSG. Tottenham var einn af þeim möguleikum,“ sagði Enrique.

Enrique tók við PSG sumarið 2023 og var Ange Postecoglou ráðinn til Tottenham. Enrique vann Meistaradeildina með PSG í lok síðasta tímabils á meðan Postecoglou gerði Tottenham að Evrópudeildarmeisturum, sem var um leið fyrsti titill liðsins í 17 ár.

Stjórn Tottenham taldi það ekki nóg fyrir hann til að bjarga starfinu eftir arfaslakan árangur í ensku úrvalsdeildinni og var hann því látinn fara. Thomas Frank tók við keflinu af honum eftir að hafa stýrt Brentford við góðan orðstír.
Athugasemdir
banner
banner