Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ellefti leikmaðurinn sem Sunderland fær í sumar (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Sunderland hefur gengið frá kaupum á Omar Alderete frá spænska félaginu Getafe fyrir 10,4 milljónir punda. Hann er ellefti leikmaðurinn sem nýliðarnir fá í sumar.

Alderete er 28 ára gamall miðvörður sem spilar með landsliði Paragvæ.

Sunderland náði samkomulagi við Getafe um kaupverð á dögunum og hafa þau kaup verið staðfest.

Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Sunderland í gær, en hann er ellefti leikmaðurinn sem félagið fær í sumar og er eyðslan komin yfir 130 milljónir punda.

Sunderland á þó eitthvað í að félagaskiptametið í sumarglugganum, en það er enn í eigu Nottingham Forest sem sótti 21 leikmann árið 2022.


Athugasemdir
banner