Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
L'Equipe: Man City búið að ná samkomulagi við Donnarumma
Mynd: EPA
Franski miðillinn L'Equipe heldur því fram að Manchester City hafi náð samkomulagi við ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Donnarumma er ekki lengur í myndinni hjá Paris Saint-Germain eftir að hann hafnaði nýju samningstilboði félagsins og hefur markvörðurinn þegar kvatt stuðningsmenn og liðsfélaga sína með yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

Hann ferðaðist ekki með hópnum til Ítalíu fyrir leikinn gegn Tottenham í Ofurbikar Evrópu.

Samkvæmt ensku miðlunum er baráttan á milli Chelsea, Manchester City og Manchester United. L'Equipe gengur enn lengra og segir að Donnarumma hafi þegar náð samkomulagi við Man City um kaup og kjör.

Pep Guardiola, stjóri Man City, er mikill aðdáandi Donnarumma og áður reynt að fá hann, en hann vill alls ekki missa af tækifærinu á að landa honum núna.

Donnarumma, sem er 26 ára gamall, verður samningslaus á næsta ári og vill PSG fá að minnsta kosti 30-35 milljónir punda fyrir hann.

Man City fékk James Trafford aftur til félagsins frá Burnley á dögunum í stað Stefan Ortega sem er farinn en næst á dagskrá er að koma hinum brasilíska Ederson til Galatasaray í Tyrklandi.

Donnarumma er einn allra besti markvörður Evrópu um þessar mundir eftir magnaða frammistöðu með PSG á síðustu leiktíð þar sem liðið vann þrennuna.

Hann var hreint út sagt ótrúlegur er PSG vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins og var valinn í lið ársins hjá UEFA, ásamt því að vera tilnefndur til hinna eftirsóttu Ballon d'Or verðlauna.
Athugasemdir
banner
banner