Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Leoni samþykkir að ganga í raðir Liverpool - Verður ekki lánaður út
Giovanni Leoni í leik með Parma
Giovanni Leoni í leik með Parma
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Giovanni Leoni hefur samþykkt að ganga í raðir Englandsmeistara Liverpool en þetta sagði ítalski félagaskiptakóngurinn Fabrizio Romano á Youtube-rás sinni.

Leoni er 18 ára gamall og er talinn með efnilegustu miðvörðum Evrópu.

Hann spilaði 17 deildarleiki með Parma í Seríu A á síðustu leiktíð, sem var hans fyrsta tímabil með liðinu.

Liverpool er í viðræðum við Parma um Leoni og er talið að þær muni ganga hratt fyrir sig. Verðmiðinn er í kringum 30-35 milljónir punda og hefur leikmaðurinn gefið græna ljósið á að fara til Liverpool.

Samvæmt Romano og Paul Joyce hjá Times er Liverpool einnig í viðræðum við Crystal Palace um enska varnarmanninn Marc Guehi, en kaupin á Leoni munu ekki hafa áhrif á þær viðræður. Liverpool vill báða.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Liverpool ætli sér að lána Leoni aftur til Parma á komandi leiktíð en Romano segir það ekki rétt og að Arne Slot vilji hafa hann í hópnum.
Athugasemdir
banner