Spænski framherjinn Alvaro Morata hefur loksins fengið félagaskipti sín til Como í gegn, tveimur mánuðum eftir að hafa náð samkomulagi við félagið.
Morata kemur til Como frá Milan en hann verður á láni út tímabilið og verða skiptin gerð varanleg í lok leiktíðar.
Como náði samkomulagi við Morata í júní en það tafðist fyrir skiptunum.
Spánverjinn var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð og var það tyrkneska félagið sem tafði skiptin þar sem það vildi fá endurgreitt fyrir lánsdvöl hans.
Milan og Galatasaray náðu á endanum samkomulagi um 5 milljóna evra endurgreiðslu og er framherjinn nú loksins mættur til Como.
Stór félagaskipti hjá Como sem hafnaði í 10. sæti A-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Como 1907 announces the arrival, on loan with an obligation to buy, of Álvaro Morata.
— Como1907 (@Como_1907) August 12, 2025
A forward shaped by some of the world’s greatest teams, he arrives with a career that spans Real Madrid, Juventus, Chelsea, Atlético Madrid, and the Spanish national side.
Read the full… pic.twitter.com/SlLLNZ3wMI
Athugasemdir