Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 13. september 2015 19:32
Arnar Ingi Ingason
Fossvogi
Addi Grétars: Eins og að vinna í Eurolotto að taka titilinn núna
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Arnar var að vonum vonsvikinn eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar þú færð á þig mark á lokamínútum leiksins þá eru það náttúrulega vonbrigði, líka í þeirri stöðu sem við erum, að keppa um eitthvað. Að halda mótinu kannski smá spennandi í lokin er búið. Þetta er svekkjandi, svolítið eins og að fá kjaftshögg í blálokin“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli sinna manna á Víkingsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við fáum á okkur eitt eða tvö færi á okkur í fyrri hálfleik og svo komu hérna nokkur í seinni hálfleik. Svo náttúrulega gáfum við þeim fyrra markið. Jöfnunarmarkið er bara aukaspyrna inn í og ég sá ekki hvort boltinn fór í hendina á honum eða ekki. Það svolítið þannig að þú fáir kjaftshögg í andlitið á hvaða máta fyrra markið kom. Það er erfitt að koma til baka eftir það. Víkingur er bara með gott lið“

Arnar er nokkuð viss um að draumurinn um titil sé úti.

„Ég held það. Það er svona eins og að vinna Eurolotto ef við ætlum að fara að taka titilinn núna. Að vera 8 stigum á eftir FH og 3 leikir eftir, á meðan það er fræðilegur möguleiki þá höldum við áfram, en það er nokkurn veginn hægt að óska þeim (FH-ingum) til hamingju.“

„Ég er búinn að vera mjög sáttur með spilamennskuna heilt yfir (á tímabilinu) en auðvitað er þetta svolítið blóðugt svona eins og í kvöld. En það er hægt að líta til baka, það geta hin liðin líka gert en það er ekkert hægt að hugsa um það. Við höfum fengið lítið af mörkum á okkur og verið að spila mjög fínan fótbolta.“

„Nú eru 3 leikir eftir og markmiðið er að klára þetta með sæmd og að enda eins ofarlega og við getum. Eins og staðan er í dag erum við í öðru sæti og við viljum helst vera þar, ekki fara neðar.“
Athugasemdir
banner
banner
banner