Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. september 2019 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðslavandræði á miðju Real Madrid
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane er i vandræðum fyrir næstu leiki Real Madrid vegna meiðsla á miðjumönnum liðsins.

Toni Kroos er eini miðjumaður aðalliðsins sem er heill heilsu. James Rodriguez er að koma úr meiðslum og er tæpur, rétt eins og Casemiro sem æfði með hópnum í dag.

Luka Modric verður frá í tvær vikur og er Isco einnig meiddur. Federico Valverde meiddist í landsleikjahlénu en verður ekki lengi frá.

Modric varð fyrir vöðvameiðslum og eru þetta tíundu slíku meiðslin sem henda leikmenn Real á tímabilinu.

Real fær Levante í heimsókn í fyrsta leik morgundagsins, sem hefst klukkan 11:00. Spænska stórveldið á svo mikilvægan leik við PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig Zidane bjargar miðjunni. Líklegast er að Casemiro verði látinn harka af sér, þrátt fyrir að hafa spilað með Brasilíu í landsleikjahlénu.

Real Madrid er með fimm stig eftir þrjár umferðir, fjórum stigum frá toppliði Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner