Víkingur fer aftur á topp Bestu deildarinnar í kvöld ef liðið vinnur KR á Meistaravöllum. Leikurinn hefst klukkan 17.
Arnar afplánar síðasta leik sinn í þriggja leikja banni og verður því ekki á hliðarlínunni. Hann segir í samtali við Vísi að hann verði ekki í stúkunni í Vesturbænum.
Arnar afplánar síðasta leik sinn í þriggja leikja banni og verður því ekki á hliðarlínunni. Hann segir í samtali við Vísi að hann verði ekki í stúkunni í Vesturbænum.
Lestu um leikinn: KR 0 - 3 Víkingur R.
„Ég held að ég verði bara í Víkinni. Horfi á leikinn þar. KR-völlurinn er goðsagnakenndur en aðeins kominn til ára sinna. Það er ekki alveg nægilega góð aðstaða þarna fyrir mig til þess að mæta á svæðið og horfa á leikinn innan um stuðningsmenn. Þó svo að það sé gaman. Ég verð bara í tjillinu í Víkinni," segir Arnar.
Þegar hann hefur afplánað leikbönn á heimaleikjum hefur hann verið í boxi í stúkunni við hlið vallarþularins. Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari sér um að stýra liðinu frá hliðarlínunni.
Arnar fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu þegar hann trylltist út í dómarann í jafntefli gegn Vestra. Hann var dæmdur sjálfkrafa í tveggja leikja bann og fékk aukaleik fyrir ósæmilega hegðun. Eftir leikinn í dag hefur hann lokið afplánun á þessu þriggja leikja banni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir