Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Mourinho hágrét eftir að hann vann þrennuna með Inter"
Jose Mourinho og Massimo Moratti eftir Meistaradeildarsigur Inter
Jose Mourinho og Massimo Moratti eftir Meistaradeildarsigur Inter
Mynd: Getty Images
Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter á Ítalíu, segir að Jose Mourinho, fyrrum þjálfari liðsins, hafi hágrátið í rútunni eftir að liðið vann þrennuna árið 2010.

Moratti mætti á svið á Festival dello Sport hátíðinni ásamt Tronchetti Provera, fyrrum framkvæmdastjóra félagsins og ræddu þar þrennuna sem Inter vann fyrir átta árum.

Moratti var spurður út í ráðninguna á Mourinho.

„Mourinho var fastur í hausnum á mér og ekki bara útaf sigri hans í Meistaradeildinni með Porto, heldur útaf viðtali við hann tveimur árum áður eftir jafntefli gegn Deportivo La Coruna," sagði Moratti.

„Íþróttafréttamaðurinn spurði hann út í seinni leikinni og þá sagðist Mourinho vera byrjaður að hugsa út í úrslitaleikinn. Eftir að ég heyrði þetta svar þá hugsaði ég að hann yrði frábær fyrir Inter."

Tronchetti Provera, fyrrum framkvæmdastjóri Inter, sagði þá frá atviki sem átti sér stað eftir síðasta deildarleikinn árið 2010 gegn Siena.

„Beint eftir leikinn gegn Siena þá fór ég að leita að Mourinho en fann hann hvergi. Hann hvarf bara en þegar ég var búinn að leita í einhvern tíma þá fann ég hann hágrátandi í liðsrútunni. Aleinn. Hann var búinn á því," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner